Ritgerð: Spegill af samfélagi
Þegar við hugsum um morðingja hugsar fólk oft um brjálaða fjöldamorðingja. Við hugsum um sterkan ljótan mann sem drepur fólk með berum höndum, kannski einhvern sem er ekki hluti af samfélaginu. Dauði er bein afleiðing af þvi sem morðingi hefur gert. En Við erum ekki morðingjar snýr þeirri hugmynd á haus. Það er bók í íslenskum samtíma sem fjallar um tvær persónur sem segja hvort öðru ævisögu sína.
Bakgrunnur
Sagan byrjar á heimili ungrar konu. Hún leigir herbergi á Vatnsstígnum. Maður sem heitir Tómas býr líka þar. Hún segir sögu og biður Tómas að dæma hana eftir sögu. Tómas á sögu líka. Bæði eru ekki dæmigerðir morðingjar sem eru oft áberandi á kvikmyndum. Sögur þeirra eru um tímann í líf þeirra þar sem dauði einhvers er óbein afleiðing af aðgerðum þeirra.
Unga konan er fyrsta persóna sem við sem lesendur kynnumst. Hún er nafnlaus aðalpersóna. Nafnlaus aðalpersóna er kannski einhver vegur fyrir rithöfund að tákna hana sem einhverja unga konu úti í heiminum. Til dæmis nágranni þinn, systur þínar, eða þú geta verið unga konan. Saga ungu konunnar er líka um bókina hennar. Dagurinn er á afmæli bókarinnar hennar. Hún er skáldkona. Hún hefur skifað bók sem heitir Maðurinn sem kenndi mér að gráta: skáldsaga. Bókin er um samband hennar við kærastann hennar Benna. Hann hvetur hana að skrifa bók. Hún skrifaði um leyndarmál Benna. Svo eftir að hún skrifaði bókina mótmælir Benni að hún gefur út bókina. En hún gerði það allavega. Hann getur ekki sætt sig við þetta. Stuttu síðar drepur hann sig.
Hin persónan er Tómas. Hann er vingjarnlegur maður. Saga Tómasar er um tímann hans á Kárahnjúkum. Kárahnjúkar er vinnustaður með menn frá alls konar löndum einnig eru Kínverjar. Þau bjuggu í köldum húsum sérstaklega á veturna. Eitt daginn í febrúar voru Kínverjar út í brjáluðu veðri þegar hann heyrði einhvern að lemja í húsið. Það var Kínverji. Tómas var hræddur af því að kínverskur strákur öskraði og leit út fyrir að vera geðveikur. Svo Tómas opnaði ekki dyrnar. Daginn eftir var hann dáinn.
Siðferðileg spurning er Eru þau morðingjar? Lög og dómstólar segja að maður sé sekur ef hann drepur persónu viljandi. Persónuleikar og viðbrögð Tómasar og ungu konunnar segja að þau hafi drepið persónur viljandi. En í þessari sögu eru nokkur tákn og fyrirboðar þess sem gerist svo dauðinn var mögulega ekki þeim að kenna. Dauðinn var fyrirfram ákveðin örlög.
Persónueinkenni
Fyrst skoðum við persónuleika og viðbrögð Tómasar og ungu konunnar. Unga konan ólst upp með bara mömmu sinni. Pabba hennar fór þegar unga konan vara bara eins árs gömul. Mamma hennar er ekki góð móðir. Hún er oft fjarverandi og styður ekki ungu konuna. Svo unga konan var með erfitt líf. Hún var ósýnileg. Hún lærði bara vondar leiðir að koma fram við fólk. Hún hefur líka lítið sjálfstraust og sjálfsöryggi svo hún er líklegri að taka slæmar ákvarðanir. Hún þarf sjálfstyrkingu og stuðning. Ungu konuna vantar ást. Sem unglingur fékk hún mestan áhuga frá strákum eftir að hún fékk brjóst. Hún svaf hjá fyrsta stráknum sem reyndi við hana. Það er ekki aðgerð einhvers sem hefur mikið sjálfsöryggi.
En það breytist smátt og smátt með Benna fyrrverandi kærasta hennar. Benni var frægur rithöfundur. Hann gaf henni ástina. Hann kenndi hennar hvernig á að lifa góðu lífi. Hann var fyrsta persóna í ævisögu hennar sem styður og hvetur hana. Hann kenndi henni að gráta. Ungu konuna dreymir um að skrifa bækur og Benni hvatti hana. Hann gaf henni allt. Hann biður hana að gefa ekki út bókina hennar. Hún reyndi að gera það til þess að rústa ekki sambandinu við Benna.
En hún hitti útgefanda. Útgefandi sagði hún hefði skrifað fallega bók og hún hugsar bara að gefa út bókina eftir þessa athugasemd. Hún var narsissisk. Hún tók ekki tillit til Benna. Útgáfustjórinn spurði hvort hún gæti tekið út síðasta kaflann um Benna en hún sagði að þau væru brjáluð. Hún þarf að gefa út bókina eins og hún er. Nú veit hún að bókin hennar verður vinsæl. Viðurkenningar frá fólki var ennþá það mikilvægasta. Svo sendi hún handritið á annan útgefanda, breytti nafni Benna í bókinni í Jón og vonaði að það yrði nóg. Hún hugsaði ekki um tilfinningar Benna og afleiðingu. Hún skrifaði bók sem gerir hann brjálaðan. Hann hætti að lifa og var alltaf drukkinn. Svo hann drepur sig skömmu eftir að bókin var gefin út. En hún tekur ekki ábyrgð á aðgerðum sínum. Hún sagði að hún þyrfti að gefa út bók. Afleiðingar eru fyrirboði að hún verði að gera það sem gefur henni mesta athygli.
Táknið
Þessi bók hefur fyrirsjáanleg sögulok á ýmsan hátt. Til dæmis er gömul kjúklingabringa í ísskápnum í sumarbústaðnum. Það var tákn um að sumarbústaður er hryllingsstaður í sögu hennar. Þetta tákn er líka um mannakjöt sem handritið sem hún skrifaði þá eyðilagði. Kjúklingabringa táknar líkama Benna.
Alls staðar í bókinni fékk ung kona skilaboð um getnaðarlimi. Einu sinni fékk hún líka mynd af typpi og byssu saman. Þessar myndir tákna að óþekktar persónur hugsi að unga konan hafi myrt Benna. Unga konan segir líka að fólk sé ekki ánægt með bókina sína.
Unga konan og fyrrverandi maki hennar Benni horfa á þrjár kvikmyndir saman. Þessir kvikmyndir tákna líf þeirra. Fyrsta kvikmyndin var kvikmynd sem Benni elskaði, Shining. Það er hryllingsmynd um morðingja og aðalpersónu Jack sem skrifar eins og unga konan og Benni. Jack er tákn um bæði ungu konuna og Benna. Bæði skrifa handritið sem gengur ekki vel. Benni er eins og Jack af því að þeir báðir nota hnífa á fjölskyldu sínar, konur sínar. En ég held Benni hugsi ekki að líf hans verði eins og Shining. Her er kvikmynd af mann sem elskar gervirödd. Þessi kvikmynd er tákn um ást þeirra. Benni er eins og aðalpersonan myndarinnar af því hann elskar án áhyggju og án takmarka. Unga konan er eins og Her af því að unga konan kunni ekki að gráta áður en hún hitti Benna. Kannski var hún ekki lifandi eins og Her. Boyhood er sorgleg kvikmynd um strák og erfitt líf hans. Tákn hér er þegar systur aðalpersónu segja að kannski völdum við ekki líf heldur valdi lífið okkur. Þessi sýn er eins og sýn ungu konunnar. Hún sagði líka að hún þyrfti að gefa bókina út. Það var ekki val hennar.
Hnífur er líka tákn. Hnifur er bara venjulegt tól í eldhúsinu notað til skera grænmeti og svoleiðis þegar maður eldar. En þegar hnífur er ekki lengur í eldhúsinu er hnífur hræðilegt tól, eins og til dæmis þegar það er notað í árás. Unga konan er líka allt í lagi sem kærasta en hún er hrædileg sem skáldkona. Hún er venjulega góð kona sem kærasta Benna. En hún eins og hnífur er hræðileg í öðru hlutverki sem skáldkona. Hún hugsar ekki um hvernig bók hennar breytir lífi Benna.
Sár, ör, og staðsetning þeirra á líkama merkja rúst og sök sem Tómas og unga konan upplifa. Þau eru útlit sem aðrir geta séð og þau eru merkt með alla ævi. Tómas fékk örið af því að honum líður svo illa að hann berst bara við einhvern sem truflar hann. Það er áhugavert að sárin og örin þeirra eru í táknrænum stað þar sem þau hjálpuðu fólki að deyja. Tómas fékk sár á ennið. Ennið er oft tákn um heila og það var röng hugsun sem setti kínverja í þessi vandamál. Unga konan fékk sár á lófann. Lófi er hluti handanna og hún skrifaði bók með höndunum. Hún sendi út handritið sitt með höndunum Svo er eins og hún hafi drepið hann með berum höndum.
Síðast en ekki síst er Tómas er tákn um lesandur. Hann spyr ungu konuna brennandi spurninga. Svo þegar hann segir að hún sé ekki morðingi er eins og við lesendur segjum það. Og líka þegar hann segir sögu um þegar hann var líka sekur um að myrða einhvern segir hann frásögn um óbeinar aðgerðir. Hann gerði ekkert svo einhver dó. Þessi saga táknar dagleg líf hvers einasta manns. Hún endurspeglar mannkyn. Fólk deyr á hverjum degi og við erum oft að gera ekkert og á næsta daginn heyrum við um dauða á fréttum. Þetta eru dæmi sem skipta miklu máli sérstaklega núna af því að stríð á Úkraínu er núna. Úkraínumenn eru að berjast en flestir gera ekkert til að hjálpa þeim. Lífið er bara eins og venjulega. Ef Tómas er morðingi af því að hann gerði ekkert svo erum við líka morðingjar af því að við gerum ekkert þegar Úkraínumenn og annað fólk í slæmum aðstæðum halda áfram að deyja. Svo við eins og lesendur byrjum líka að dæmi ungu konuna líka.
Niðurlag
Að lokum hvort Tómas og unga konan séu morðingjar eða ekki er í raun og veru ekki skýrt. Bæði heldur enginn að vond vandamál gerast ef þau halda áfram að gefa út bók og loka hurðinni. En þau vita ekki að einhver yrði að deyja þegar þau gera ekkert. Þau bæði hjálpuðu fólki ekki þegar þau báðu þau. Ég held að ef Tómas og ungu konan eigi að fá önnur tækifæri til að hjálpa fólki sem er í lífshættu deyja þau verði bæði að hjálpa þeim án spurninga. En ef Tómas er sekur og hann endurspeglar okkur svo Erum við allir morðingjar? Þetta er óskýrt en það sem er skýrt er að misskilningur geti drepið menn.#
Upplýsingar
ÍSE204G Íslenskt mál II – 2022 vor
Dagsetning skrifaði: 4. mai 2022
Nemandi: Judy Fong
Kennari: Sigríður Þorvaldsdóttir
Bók: Við erum ekki morðingjar
Eftir: Dagur Hjartarson